Lagalausnir ehf. er lögmannsstofa í eigu Árnnýjar Sigurbjargar Guðjónsdóttur héraðsdómslögmanns. Fyrirtækið var stofnað í janúar 2011 og hefur einsett sér að veita viðskiptavinum sínum sérsniðnar og markvissar lausnir á þeim verkefnum sem þeir standa frammi fyrir.

Árnný útskrifaðist með meistaragráðu í lögum frá Háskólanum á Bifröst sumarið 2010 með 1. einkunn ásamt því að brjóta blað í sögu skólans þegar hún fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið fyrir meistararitgerð, 9,5.

Hún öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2012.

Árnný hefur sinnt margvíslegum störfum innan lögfræðinnar og kenndi auk þess við Háskólann á Bifröst og Opna Háskólann í HR.